Gifting í vændum?
Við bjóðum upp á mismunandi leiðir til að fullkomna stóra daginn.
Brúðkaupspakkarnir innihalda allt sem þú þarft til þess að skreyta salinn. Þú hefur val um hvort þú sjáir sjálf/ur um að skreyta salinn eða fáir blómaskreyti Blómstru á staðinn.
Brúðkaupspakkar
Við bjóðum upp á mismunandi útfærslur af brúðkaupspökkum. Í lágstemmda og klassíska brúðkaupspakkanum færð þú afhent búnt af blómum og sérð sjálf/ur um skreytingu á salnum. Brúðarvöndur og barmblóm koma tilbúin.
Ef þú pantar "allan pakkann" sjá blómahönnuðir okkar um skreytingu á salnum.
Ef þú þarft statíf (oasis) fyrir háborðsskreytingu fylgir það með.
-
Lágstemmt brúðkaup
- Efni í borðaskreytingar fyrir gestaborð (miðað við 10 gestaborð)
- Brúðarvöndur (kemur tilbúinn)
- Barmblóm, að hámarki 4 stk. (koma tilbúin)
85.000 kr.
-
Klassískt brúðkaup
- Efni í borðaskreytingar gestaborð (miðað við 10 gestaborð)
- Brúðarvöndur (kemur tilbúinn)
- Barmblóm, að hámarki 4 stk. (koma tilbúin)
- Efni í 2 háa vendi í vasa (t.d. á borði hjá gestabók og á veitingaborð)
- Efni í skreytingu fyrir háborð
125.000 kr.
-
Allur pakkinn - blómaskreytir kemur og skreytir
- Borðaskreytingar fyrir gestaborð (miðað við 10 gestaborð)
- Brúðarvöndur
- Barmblóm (að hámarki 4 stykki)
- 2 háir vendir í vasa
- Blóm á háborð
Blómaskreytir kemur og aðstoðar við blómaskreytingar í salnum.
Frá 180.000 kr.
Leigðu skrautmuni hjá okkur sem gera salinn enn glæsilegri
-
Brúðkaupsstandur
Elegant standur sem er oft settur fyrir aftan háborðið og setur punktinn yfir i-ið. Við getum prentað lógó á standinn og skreytt hann eftir þínu höfði.
Leiga á standi: 25.000 kr.
Með blómaskreytingu: Frá 49.500 kr. -
Fordrykkjastandur
Glæsilegur fordrykkjastandur með áletruninni "Skál".
Leiga á fordrykkjastandi: 25.000 kr.
Með blómaskreytingu: Frá 49.500 kr. -
Trönur
Fallegar trönur sem henta einstaklega vel fyrir borðaskipanið eða matseðil. Við eigum bæði svartar og hvítar trönur.
Þú hefur val um að fá hönnuð okkar til að setja upp sætaskipanið.
Leiga á trönum 4.900 kr
Leiga á trönum með skreytingu 39.500 kr -
Stórar óhefðbundnar blómaskreytingar
Við tökum að okkur að gera óhefðbundnar blómaskreytingar. Kostnaður er breytilegur og er umsaminn fyrir hverja skreytingu.
-
Blómaskreyting á brúðartertu
Fullkomnaðu daginn með skreytingu á brúðartertuna. Við sjáum til þess að tertan sé fallega skreytt með blómunum úr veislunni.
Verð fer eftir umfangi. -
Leiga á öðrum vörum
Við leigjum út ýmsar aðrar vörur sem fullkomna salinn á brúðkaupsdaginn.
- vasar (margar mismunandi stærðir)
- kertastjakar (mismunandi gerðir)
- trönur
- brúðkaupsstandur
- fordrykkjastandur
- servíettur
- seríur
- batterískerti
- borðanúmer -
Vertu í sambandi
Sendu okkur línu á hallo@blomstra.is til að fá verðtilboð í leigu á þessum vörum.
Láttu okkur sjá um smáatriðin: Hönnuður okkar tekur við pöntunum á sérhönnuðum sætaskipunum, matseðlum, borðamerkingum og fleiru.
Brúðarvendir
Blómahönnuðir Blómstru sérhanna þinn drauma brúðarvönd sama hvort að brúðkaupið sé lág- eða hástemmt. Blómahönnuður Blómstru kynnir þig fyrir hinum ýmsu útfærslum og í sameiningu skapið þið vönd sem endurspeglar bæði persónuleika þinn og karakter.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af sérhönnuðum brúðarvöndum. Margir kjósa klassíska og lágstemmda vendi á meðan aðrir velja litskrúðuga vendi með fjölbreyttu vali af blómum í öllum litum regnbogans. Blómahönnuðir Blómstru aðstoða þig við val á blómum og í sameiningu skapið þið vönd drauma þinna.
Myndir frá viðskiptavinum Blómstru
-
Sóley & Arnþór
Sóley og Arnþór giftu sig við fallega athöfn í Kópavogskirkju. Vöndurinn hennar Sóleyjar var einstaklega fallegur orkideu vöndur sem Erla blómaskreytir setti saman ásamt stofugulli.
-
Klara & Birgir
Klara og Birgir kusu að hafa brúðkaupið lítið, sætt og óhefðbundið. Þau létu pússa sig saman hjá sýslumanni og fór brúðkaupmyndatakan fram í Melabúðinni. Vöndurinn var náttúrulegur í takt við brúðhjónin.
-
Tierney & Justin
Tierney & Justin giftu sig við hátíðlega athöfn í Ingólfsskála rétt fyrir utan Hveragerði. Tierney og Justin fóru alla leið og skreyttum við salinn með guðdómlega fallegum dúnspora sem hékk úr loftinu, ásamt garðasnotrum og hvítum rósum.
Mynd eftir Olya Shechenko
-
Sandra & Arnór
Sandra og Arnór giftu sig við hátíðlega athöfn í Kópavogsskirkju. Sandra valdi sér tímalausar og klassískar hvítar rósir sem Erla blómaskreytir setti saman á nútímalegan hátt.
-
Benedikta & Markús
Benedikta & Markús gengu í það heilaga 8. júní síðastliðinn. Blómstra sá um blómin í veislunni, barmblómin og brúðarvöndinn. Brúðarvöndurinn hennar Benediktu var samsettur úr fallegum calla liljum og barmblóm brúðgumans voru í stíl en þau voru skreytt fínlega með grænum aspas og hvítum silfurfétopp.
Mynd eftir Elísabet Blöndal ljósmyndara -
Tanja & Ragnar
Tanja & Ragnar giftu sig við glæsilega athöfn í Dómkirkjunni og fór veislan fram í Nasa salnum. Akursóleyjar spiluðu stórt hlutverk í skreytingum, brúðarvendinum og barmblómunum.
Parið valdi allan pakkann og voru blómaskreytingar á öllum 16 gestaborðum & háborði með fallegri blöndu af blómum. Svið og brúðartertuborð var skreytt með háum vösum.
Stakar blómategundir
Ef þú þarft bara nokkrar stakar blómategundir, ekki brúðarvönd né barmblóm. Þú færð búntin afhent og raðar sjálf/ur í vasana. Þú getur að sjálfsögðu aukið fjölda búnta eða minnkað eftir fjölda gesta og stærð salarins. Eftirfarandi magn er til viðmiðunar.
-
Brúðarslör
15 búnt af brúðarslöri
Hentugt fyrir um það bil 100 gesta veislu
Fyrir skreytingar hér og þar um salinn35.000 kr.
-
Eucalyptus
80 greinar af Eucalyptus
Hentugt fyrir um það bil 80 - 100 gesta veislu
Fyrir skreytingar hér og þar um salinn35.000 kr.