Allur pakkinn
Parið valdi allan pakkann en hann felur í sér skreytingar á öll gestaborð, háborð, blómaskreytingar í tvo háa vasa ásamt brúðarvendi og að hámarki 6 barmblóm.
Tanja & Ragnar giftu sig við glæsilega athöfn í Dómkirkjunni og fór veislan fram í Nasa salnum. Akursóleyjar spiluðu stórt hlutverk í skreytingum, brúðarvendinum og barmblómunum.
Parið valdi allan pakkann og voru blómaskreytingar á öllum 16 gestaborðum & háborði með fallegri blöndu af blómum. Svið og brúðartertuborð var skreytt með háum vösum.
Fyrirtækjaþjónusta
Við erum með fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum sem fá reglulegar blómasendingar til þess að gera vinnurýmið eða móttökuna hlýlegri. hvort sem um ræðir áskrift eða stakar sendingar.
Við getum aðstoðað þitt fyrirtæki:
- Fallegir blómvendir og/eða pottaplöntur í móttökuna eða kaffistofuna
- Gjafir til starfsmanna, viðskiptavina eða mögulegra viðskiptavina
Við gerum það jafn auðvelt fyrir þig að senda blóm eða plöntu og það er að senda tölvupóst. Sveigjanlegir greiðslumöguleikar sem henta fyrir bókhaldið. Viðskiptastjóri sem þekkir ykkar þarfir.
Fylltu út formið að neðan og við heyrum í þér með greiðsluleiðir og magnafslátt ef pantanir eru örari en hefðbundin áskrift.
Við hlökkum til að heyra frá þér!
hallo@blomstra.is