Blómstruvöndur vikunnar

Regular price
4.990 kr.
Regular price
Sale price
4.990 kr.
Stærð
Stíll

Viltu fá sendan stakan vönd til að skreyta heimilið fyrir veisluna um helgina? Eða viltu kannski senda stakan vönd til Nonna og Gunnu sem eiga einmitt brúðkaupsafmæli um helgina? Þú getur skrifað kveðju með vendinum sem við prentum fallega út. Frí heimsending, að sjálfsögðu!

Ath. Ef vöndurinn er gjöf er það valið í næsta skrefi.

Umbúðir

Við notum ekkert plast í umbúðir okkar.

Blómin koma í pappírsumbúðum sem má að sjálfsögðu endurvinna.

Afhending

Heimsending heim að dyrum er innifalin.

Við prófum alltaf að banka eða dingla hjá þér en ef þú ert ekki heima þá hefur það reynst okkur mjög vel hingað til að skilja blómin eftir á umsömdum stað. Staðurinn er tilgreindur í næsta skrefi. Ef veðrið er vont þá skiljum við ekki eftir. Við metum það í hvert sinn.

Við mælum með að þú komir litlum vasa eða lítilli krukku fyrir á umsamda afhendingarstaðinn svo ef til þess kemur að við þurfum að skilja vöndinn eftir þá getum við skilið hann eftir þar. Við erum með vatn í bílnum okkar en það myndi aðstoða sendilinn okkar mikið ef það væri komið vatn í krukkuna þegar við komum.

Ánægjutrygging

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vöruna eða þjónustu þá viljum við endilega fá að bæta þér það upp. Ekki hika við að heyra í okkur ef svo er <3


Hvaða stíll hentar þér eða viðtakanda best?

Heimili eru misjöfn eins og þau eru mörg og við viljum að sjálfsögðu að blómvendirnir okkar passi sem allra best inn á heimilið þitt. Þess vegna bjóðum við upp á tvær gerðir af vöndum.

  • Poppaður

  • Klassískur

Litríkur vöndur, í poppuðum stíl, stundum og oftast fleiri en tveir ríkjandi litir í vendinum. Oftast er grænt í vendinum ásamt fleiri litum. Vöndur í poppuðum stíl passar vel inn á heimili sem kjósa liti og halda ekki endilega fast í týpískar blómahefðir.

Stílhreinn, passar vel inn á heimili sem vilja hafa einfalda litapallettu og ekki af mikið af skærum litum. Ríkjandi litir að hámarki tveir í þessum vöndum. Oftast eitthvað grænt og svo einn annar litur, oftast í pastel- eða hvítum tónum.

Sumir af nýjustu Blómstruvöndunum..

  • 2.mars - poppaður

    2.mars - poppaður

    Hvítar liljur
    Eucalyptus
    Fösturós (e. Helleborus)

  • 9.febrúar - poppaður

    9.febrúar - poppaður

    Baldursbrá
    Flæmingjablað
    Gullhrís
    Goðadrottning
    Geislablað

  • 26.janúar - klassískur

    26.janúar - klassískur

    Hvít gladíóla
    Pampasstrá
    Skrautkál
    Skimmia
    Rúskus