Plöntur í áskrift

Regular price
4.990 kr.
Regular price
Sale price
4.990 kr.

Grænu fingurnir þínir munu blómstra í plöntuáskriftinni. Við trúum því einfaldlega að allir hafi græna fingur, þetta snýst bara um að rækta þá og leyfa þeim að njóta sín. Markmið áskriftarinnar er að gefa þér sérvaldar plöntur sem henta vel fyrir íslenskar aðstæður ásamt öll þau tól sem þú þarft til þess að þeim líði sem allra best. Þú munt læra á árstíðirnar og hvað þarf að gera fyrir plönturnar og hvað ekki á mismunandi árstímum. Moldin kemur að sjálfsögðu hönnuð fyrir hverja og eina plöntu þar sem plönturnar þrífast margar við mismunandi aðstæður.
Við hjálpum þér að fá þetta í puttana svo þig fari að klæja í fingurna yfir því að búa til þinn eigin innanhúss-frumskóg.

Við erum sérlega stolt af blómapottalínunni okkar sem er sérhönnuð af Blómstru. Pottarnir eru fallegir og stílhreinir með mikilvægri drenskál. Þessir pottar fylgja að sjálfsögðu með plöntum í pottaplöntuklúbbnum.

Fróðleiksmolar fylgja öllum sendingum, svo þú vitir hvað plönturnar þurfa til þess að dafna sem best hjá þér.  

Umbúðir

Við notum ekkert plast í umbúðir okkar.

Plönturnar koma í pappírsumbúðum sem má að sjálfsögðu endurvinna.

Afhending

Heimsending heim að dyrum er innifalin.

Við prófum alltaf að banka eða dingla hjá þér en ef þú ert ekki heima og veðrið er þannig að hægt er að skilja plöntur eftir þá hefur það reynst okkur mjög vel hingað til að skilja sendinguna eftir á umsömdum stað. Staðurinn er tilgreindur í næsta skrefi. Ef veðrið er vont þá skiljum við að sjálfsögðu ekki eftir. Við metum það í hvert sinn.

Ánægjutrygging

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vöruna eða þjónustu þá viljum við endilega fá að bæta þér það upp. Ekki hika við að heyra í okkur ef svo er <3


Sending síðasta mánaðar..

Innihald sendinganna fer aðeins eftir því hvar í áskriftinni þú ert. Það fá ekki alltaf allir það sama en hér að neðan má sjá dæmi um það sem áskrifendur fengu í síðasta mánuði..

DIY Vistgarður

Áskrifendur fengu fallega öskju með öllu sem þarf til þess að búa til þinn eigin vistgarð (e. terrarium). Glervasi, moldarblanda sem hentar fyrir vistgarðinn, vikursteinar og þrjár fallegar pottaplöntur.