Hvernig hætti ég áskriftinni?

Þangað til mínar síður komast í gagnið, sendir þú okkur tölvupóst á hallo@blomstra.is og við kippum því í liðinn.

Hvernig er greiðslum háttað ef ég ákveð að hætta áskrift?

Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að gjaldfæra kortið þitt er útistandandi vöndur alltaf sendur til þín og áskrift telst þá lokið. Kortið er ekki rukkað ef áskrift er hætt áður en gjaldfærsla á sér stað.

Hvað ef ég er ekki heima þegar vöndurinn kemur?

Þú færð alltaf sms með áætluðum afhendingartíma daginn sem sendingin þín berst.

Þú þarft alls ekki að binda þig að vera heima til þess að taka á móti vendinum. Þú getur til dæmis skilið eftir athugasemd þegar þú skráir þig í áskrift um hvar við megum skilja vöndinn eftir (t.d. bakvið hús, inni á stigagangi, o.s.frv). Vendirnir þola vel að standa í allt að 8 tíma. Ef vöndur hefur beðið í einhvern tíma án vatns þarf að skera neðan af blómunum rétt áður en þau eru sett í vatn. Nú, ef þú ert óánægð/ur með gæði blómanna þá hefurðu einfaldlega samband við okkur og við leysum úr málunum :)

Við getum einnig komið með blómvöndinn til þín á vinnustað ef það hentar þér betur. Þá pössum við upp á að koma með vöndinn á hefðbundnum vinnutíma.

Hvernig skipti ég um greiðslukort á áskriftinni minni?

Þangað til mínar síður komast í gagnið, sendirðu okkur tölvupóst á hallo@blomstra.is til þess að breyta um kreditkort.

Finnurðu ekki svar við spurningu þinni?

Endilega sendu okkur tölvupóst á hallo@blomstra.is og við leysum úr málunum hið snarasta.