Askja með öllu sem þú þarft til þess að búa til þinn eigin vistgarð.
Í öskjunni er glerskál, þrjár smáplöntur sem eru vel til þess fallnar að lifa í vistgarði heima hjá þér, moldarblanda, leiðbeiningar um uppsetningu og umhirðu - allt sem þú þarft til þess að búa til fallegan vistgarð sem bætir lífi á heimilið.