Mónóbúnt vikunnar

Stílhrein blómabúnt sem innihalda eina tegund blóma. Mónóbúntin okkar hafa slegið rækilega í gegn og henta fullkomlega fyrir heimili eða fyrirtæki sem vilja blóm í vasa en vilja ekki endilega blandaðan blómvönd með nokkrum tegundum. 

Þeim er pakkað í pappír og koma til þín brakandi fersk. Í búnt vikunnar veljum við þær tegundir sem eru ferskastar hverju sinni og í árstíð. 

Þú getur valið um þrjá stíla af búntum vikunnar, poppað búnt, klassískt eða grænt. 

Poppaða búntið er litríkt, oft öðruvísi og skemmtilegar tegundir.

Klassíska búntið er lágstemmdara, ekki í mjög poppuðum litum, oftast hvítt eða pastel litað. 

Græna búntið inniheldur ekki blómstrandi tegundir heldur grænar greinar sem lifa oft lengi í vösum. Eucalyptus og rúskus eru dæmi um tegundir í grænu búntunum.

Ókeypis sendingarkostnaður ef verslað er fyrir meira en 3.500 kr. Til þess að nýta sér ókeypis sendingarkostnað mælum við t.d. með því að velja eitt blómstrandi búnt (klassískt eða poppað) og eitt grænt búnt. 

 

Umbúðir

Við notum ekkert plast í umbúðir okkar.

Blómin koma í pappírsumbúðum sem má að sjálfsögðu endurvinna.

Afhending

Við prófum alltaf að banka eða dingla hjá þér en ef þú ert ekki heima og veðrið er þannig að hægt er að skilja blómin eftir þá hefur það reynst okkur mjög vel hingað til að skilja sendinguna eftir á umsömdum stað. Staðurinn er tilgreindur í næsta skrefi. Ef veðrið er vont þá skiljum við að sjálfsögðu ekki eftir. Við metum það í hvert sinn.

Ánægjutrygging

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vöruna eða þjónustu þá viljum við endilega fá að bæta þér það upp. Ekki hika við að heyra í okkur ef svo er <3