Hvaða áskriftarleið hentar þér best?
Við bjóðum upp á tvenns konar áskriftarleiðir af pottaplöntum, Grænfingur og Fróðleiksfúsi. Við erum nokkuð viss um að önnur hvor leiðin henti þér.
1. Grænfingur
2. Fróðleiksfúsi
Þú ert með nokkuð græna fingur nú þegar, þarft ekkert endilega að læra að taka afleggjara af plöntunum þínum né fá áburðarstangir og leiðbeiningar um notkun þeirra en vilt fá brakandi ferskar plöntur mánaðarlega. Við sendum þér græna plöntu í hverjum mánuði og einblínum meira á plöntuna sjálfa heldur en almennan fróðleik og umhirðutól og tæki.
Eins og nafnið gefur til kynna ertu til í að sökkva þér í plöntufróðleik. Við sendum þér græna plöntu annan hvern mánuð og öll tól og tæki sem þarf til umhirðu hinn mánuðinn. Við leiðbeinum þér í afleggjaratöku, áburði & næringu, umpottun, o.s.frv.
Við leggjum mikið upp úr því að veita þér allan fróðleik og leiðbeiningar sem þarf til að plöntunum þínum líði sem allra best. Við laumum svo oft árstíðarbundinni plöntu með í umhirðusendinguna þína svo að hún sé smá lífleg án þess þó að fylla íbúðina þína af plöntum.