Allt til umpottunar

Í þessu setti færðu allt sem þú þarft til þess að umpotta plönturnar þínar. 

Pottarnir sem koma eru 16,5 sm. í þvermál og henta því vel ef verið er að umpotta í fyrsta skipti. Það er mikilvægt að hafa plönturnar alltaf í plastpotti undir og fylgja þeir að sjálfsögðu með. 

Einnig fylgir moldarblanda sem er full af næringarefnum og styður vel við plönturnar eftir að umpottunin hefur verið gerð. 

Í settinu koma leiðbeiningar hvernig best er að umpotta plönturnar þínar.

Umbúðir

Við notum ekkert plast í umbúðir okkar.

Plönturnar koma í pappírsumbúðum sem má að sjálfsögðu endurvinna.

Afhending

Heimsending heim að dyrum er innifalin.

Við prófum alltaf að banka eða dingla hjá þér en ef þú ert ekki heima og veðrið er þannig að hægt er að skilja plöntur eftir þá hefur það reynst okkur mjög vel hingað til að skilja sendinguna eftir á umsömdum stað. Staðurinn er tilgreindur í næsta skrefi. Ef veðrið er vont þá skiljum við að sjálfsögðu ekki eftir. Við metum það í hvert sinn.

Ánægjutrygging

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vöruna eða þjónustu þá viljum við endilega fá að bæta þér það upp. Ekki hika við að heyra í okkur ef svo er <3


Hvaða áskriftarleið hentar þér best?

Við bjóðum upp á tvenns konar áskriftarleiðir af pottaplöntum, Grænfingur og Fróðleiksfúsi. Við erum nokkuð viss um að önnur hvor leiðin henti þér.

  • 1. Grænfingur

  • 2. Fróðleiksfúsi

Þú ert með nokkuð græna fingur nú þegar, þarft ekkert endilega að læra að taka afleggjara af plöntunum þínum né fá áburðarstangir og leiðbeiningar um notkun þeirra en vilt fá brakandi ferskar plöntur mánaðarlega. Við sendum þér græna plöntu í hverjum mánuði og einblínum meira á plöntuna sjálfa heldur en almennan fróðleik og umhirðutól og tæki.

Skrá mig í grænfingur

Eins og nafnið gefur til kynna ertu til í að sökkva þér í plöntufróðleik. Við sendum þér græna plöntu annan hvern mánuð og öll tól og tæki sem þarf til umhirðu hinn mánuðinn. Við leiðbeinum þér í afleggjaratöku, áburði & næringu, umpottun, o.s.frv.

Við leggjum mikið upp úr því að veita þér allan fróðleik og leiðbeiningar sem þarf til að plöntunum þínum líði sem allra best. Við laumum svo oft árstíðarbundinni plöntu með í umhirðusendinguna þína svo að hún sé smá lífleg án þess þó að fylla íbúðina þína af plöntum.

Skrá mig í fróðleiksfúsa

Sending síðasta mánaðar..