ÁSKRIFTIR

Blómaáskrift

Sérhannaður Blómstruvöndur sem inniheldur ferskustu blómin hverju sinni og er valinn af kostgæfni út frá árstíma en einnig endurgjöf viðskiptavina. Kemur heim að dyrum, vikulega, hálfsmánaðarlega eða mánaðarlega.
ÁSKRIFTIR

Hvernig blóm fæ ég í áskriftinni?

Þú getur valið um tvo stíla, báðir eru stílhreinir og tímalausir en munurinn liggur fyrst og fremst í litavali. Ef þú ert mikið fyrir liti velurðu poppaða stílinn, ef þú vilt halda litum í lágmarki velurðu klassíska.

Fyrirtækjaáskrift

Gerðu fyrirtækið þitt hlýlegra með blómvöndum í áskrift. Mismunandi pakkar í boði, allt eftir því hvað hentar þínu fyrirtæki. Sveigjanlegir greiðslumöguleikar og þjónusta í boði.
Brúðkaup

Er stóri dagurinn framundan?

Við höfum sett saman mismunandi pakka sem innihalda ólíkar leiðir til að fullkomna stóra daginn. Við tökum að okkur að hanna vöndinn, barmblómin eða skreyta salinn eða allt að ofangreindu.
Blómstruvöndur

Sendu fallegan blómvönd án allrar fyrirhafnar

Afmæli, brúðkaupsafmæli, ný vinna, glötuð vinna, nýr kærasti, fyrrverandi kærasta, samúð, ný íbúð.. Tilefnin eru óteljandi. Svo bjóðum við líka fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu

Ferskleiki

Blómin okkar og plöntur hafa ekki staðið í verslun í langan tíma áður en þau berast til þín. Þú færð plönturnar eins ferskar og hugsast getur.

Þægindi

Heimsending er alltaf innifalin. Við pökkum vörunni þinni vel og vandlega inn svo hún verði ekki fyrir hnjaski.
Þú færð sms með áætluðum afhendingartíma og þegar afhendingin hefur skilað sér. Skrifaðu kveðju með sendingunni og við prentum hana út á fallegan pappír

Ánægjutrygging

Ef þú ert af einhverjum ástæðum ekki ánægð/ur með vöruna sem þú færð þá gerum við allt til þess að bæta þér það upp!

Ný pottaplöntu sending

Í plöntuáskrift Blómstru færðu tækifæri til þess að rækta grænu fingurna. Allir hafa græna fingur, það er bara spurning um að leyfa þeim að blómstra. Sérvaldar plöntur sem henta íslenskum aðstæðum ásamt öllum þeim tólum sem þú þarft til þess að plöntunum þínum líði sem allra best.

Pottaplöntur

Blómstruáskrift

Þú getur fært hverjum sem er áskrift að Blómstruvöndum. Þú velur hvort afhendingar séu vikulega, hálfsmánaðarlega eða einu sinni í mánuði.

Gefa áskrift

Nokkrir frá síðustu vikum..

  • 21. september - poppaður

    21. september - poppaður

    Skógsóley (Anemóna)
    Bergsóley
    Goðadrottning
    Hunangsilmviður
    Hálsjurt

  • 16. ágúst - poppaður

    16. ágúst - poppaður

    Dalía (Glitfífill)
    Maríubrár
    Geislablað
    Sóllilja

  • 2. júlí - poppaður

    2. júlí - poppaður

    Flamingóblóm
    Nönnubrá
    Litað brúðarslör
    Ferskjulitaðar rósir

Frá Blómstruvinum

  • Það er algjör lúxus að vera í áskrift hjá Blómstru. Að koma heim á fimmtudögum og sjá vöndinn við hurðina fær okkur öll til að brosa. Það lífgar upp á allt eldhúsið að hafa fallega vöndinn þar. Blómvendirnir eru fallega samsettir og endast í langan tíma.

    Hrefna Sætran, eigandi Grillmarkaðarins
  • Við höfum verið í áskrift hjá Blómstru í rúmt ár - fyrst blómvendir vikulega og svo færðum við okkur yfir í pottaplöntuáskrift vegna mikilla ferðalaga á haustmánuðum :)
    Þetta er besta fjárfesting sem við hjónin höfum gert. Blómvendirnir voru alltaf fjölbreyttir og einstaklega smart. Það var eitthvað svo dásamlegt við að koma heim og vera alltaf með fersk og falleg blóm.
    Plöntuáskriftin er algjörlega dásamleg. Pottarnir eru mjög smart, það er svo gaman að fá misjafnar og ólíkar plöntur og svo er frábært að fá nákvæmar leiðbeiningar um umhirðu blómanna.

    Ingibjörg S. Ágústsdóttir, í áskrift síðan feb '22
  • Áður en ég fór að fá blóm í áskrift frá Blómstru keypti ég einstaka sinnum blóm en alltaf sömu tegundirnar. Ég nýt þess í botn að fá fallega vöndinn minn. Fegurð og fjölbreytileiki í fyrirrúmi og svo endast þau líka svo vel. Ég mæli heilshugar með blómum í áskrift frá Blómstru.

    Berglind Guðmundsdóttir, eigandi Gulur, rauður, grænn og salt
1 of 3

Lífið er betra með líf í kringum þig, í öllum stærðum og gerðum

Pottaplöntur eru ekki bara augnayndi, heldur geta þær líka látið okkur liðið betur.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að pottaplöntur geti bætt skap, framleiðni, einbeitingu og sköpunargleði. Þær geta minnkað stress og þreytueinkenni, hreinsað andrúmsloftið í kringum okkur, aukið raka og framleitt súrefni.