Collection: Home page

Blómaáskrift Blómstru

Síðan í júlí 2018 höfum við sérhannað Blómstruvendi í hverri viku. Íslensk heimili eru misjöfn eins og þau eru mörg og því fannst okkur mikilvægt strax í upphafi að gefa áskriftarviðskiptavinum okkar kost á því að gefa hverjum vendi einkunn. Það hefur verið vel notað og við söfnum athugasemdum og einkunnum hvers blómvandar í gagnabankann okkar og getum því með sanni sagt að samsetning Blómstruvandanna sé "survival of the fittest" - þær blómategundir sem fá yfir tíma hæstu einkunnirnar fá annað tækifæri.

Árstíðirnar spila einnig mjög stórt hlutverk í samsetningu Blómstruvandarins. Við veljum það sem ferskast er hverju sinni.

Sem áskrifandi færðu aðgang að þínum síðum og þar geturðu að sjálfsögðu fært næstu afhendingu, t.d. ef þú verður erlendis eða ekki heima til að njóta blómanna.

Blómstruvöndur í áskrift

Blómstruvöndur heim að dyrum, reglulega. Þú velur um vikulegan vönd, hálfsmánaðarlegan eða mánaðarlegan vönd.

Skoða blómaáskrift

Stakur Blómstruvöndur - fyrir þig eða til að gleðja annan

Pantaðu stakan Blómstruvönd, beint heim að dyrum án allrar fyrirhafnar.

Ef vöndurinn er gjöf, geturðu skrifað kveðju með sem við prentum fallega út og látum fylgja vendinum.

Veldu þann afhendingardag sem þér þykir bestur.

Græn & stílhrein búnt