Skilmálar

Almennir viðskiptaskilmálar Blómstru

Blómstra er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að gæða heimili lífi með fallegum blómvöndum og pottaplöntum. Við bjóðum upp á áskriftarþjónustu á blómvöndum og pottaplöntum. Einnig seljum við staka vendi og pottaplöntur ásamt ýmiss konar vörum til plöntuumhirðu. Við bjóðum upp á ferskustu blóm sem völ er á og fjölbreyttar samsetningar í áskriftarvöndum okkar. Til þess að tryggja gæði blómanna tökum við blómin út úr kæli daginn sem sendingin berst þér. Þú færð blómin því eins fersk og hugsast getur. Sértu áskriftarviðskiptavinur, þá færðu blómvöndinn þinn samdægurs eða í síðasta lagi daginn eftir að blómsendingin berst til okkar. Blómin standa því ekkert hjá okkur áður en þú færð þau í hendurnar. Í hverri viku búum við til nýjan Blómstruvönd sem endurspeglar árstíðirnar og við leggjum áherslu á fjölbreytni og fallegan stíl. 

Afhending

Við keyrum sjálf út blómvendina okkar á þeim dögum sem þitt póstnúmer er skráð á. Ef að viðkomandi er ekki heima þá komum við blómvendinum fyrir á umsömdum stað þar sem öruggt er að geyma blómin þar til viðkomandi kemur heim. Í pöntunarferlinu hjá okkur tekur þú fram hvar þú vilt að við leggjum vöndinn ef að þú ert ekki heima þegar við komum í heimsókn. 

Fyrirtækið

Blómstra er vörumerki sem er rekið af íslenska fyrirtækinu Blómstrax ehf. (551118-0610). Fyrirtækið rekur enga eiginlega verslun. Sem stendur er aðeins boðið upp á blómaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Persónuupplýsingar

Ítrasta öryggis og fyllsta trúnaði er heitið við meðferð persónuupplýsinga notenda Blómstra.is. Gögnum um notendur og viðskiptavini verður aldrei deilt þriðja aðila. Markmið skilmála þessara er að tryggja að meðhöndlun Blómstru á persónuupplýsingum sé í samræmi við grundvallarsjónarmið og reglur um persónuvernd og friðhelgi einkalífs, sbr. m.a. ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði Persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins, GDPR.

Skilmálar vegna áskriftarþjónustu Blómstru

Binditími áskriftar

Enginn binditími. Þú getur stöðvað áskrift hvenær sem er

Ljúka áskrift

Til að stöðva áskrift sendirðu okkur tölvupóst á netfangið hallo@blomstra.is og biður um stöðvun á áskrift. Áskrift er þá stöðvuð um hæl.

Greiðslur

Ef þú kýst að ljúka áskrift en búið er að gjaldfæra kortið þitt er útistandandi vöndur alltaf sendur til þín og áskrift telst þá lokið. Kortið er ekki rukkað ef áskrift er hætt áður en gjaldfærsla á sér stað.

Týndur eða skemmdur vöndur

Ef að vöndurinn týnist eða skemmist munum við senda til þín nýjan vönd eða endurgreiða þér að fullu í samráði við þig.