Blómstra | Blómaáskrift

Rætur & stilkar

Indjánafjöður

Indjánafjöður stendur teinrétt og virðuleg með sín grænu blöð með gulum brúnum. Hún er upptekin allan sólahringinn og slakar sjaldan á þar sem hún stendur í ströngu við hreinsun á lofti, dregur til sín ýmis eiturefni, svo sem formaldehýð og xylene. Hún er frábær planta fyrir fólk sem státar ekki af mjög grænum fingrum þar sem hún þarf ekki mikla vökvun né umönnun. Það er nefnilega ansi erfitt að drepa Indjánafjöðrina. Þessi upptekni “multitasker” er oft kölluð tengdamömmutunga, mögulega vegna þess hve mikið hún líkist tannhvassri tengdó :)

Sólarljós: Þrífst best í björtu rými í óbeinu sólarljósi en getur einnig staðið í tiltölulega sólarlitlu rými
Vökvun: Þarf ekki mikla vökvun og líður vel þegar mold fær að þorna alveg á milli vökvana og vel það.

Verð 4.990 kr.

Bættu blómapotti við

Karfan þín