Blómstra | Blómaáskrift

Sebraskeið

Á latínu heitir þessi Tradescantia zebrina og vísar nafnið í sebralaga rendur sem liggja eftir laufblaðinu. Ekki er ljóst hvort að skeiðin sé hefðbundin matskeið eða hvort vísað sé í skeið sebrahestanna en líklegast væri hægt að færa rök fyrir báðum skýringum :) Plantan er hraðvaxta og dugleg að dreifa úr sér. Neðri hluti laufblaðanna er fjólublár og er því sniðugt að láta hana hanga til þess að hægt sé að njóta hennar frá öllum sjónarhornum.

Sebraskeiðin er einstaklega auðveld í umhirðu og ætti að henta vel þeim sem hafa ekki mikla þjálfun í umhirðu plantna.

Vökvun: Einu sinni í viku eða þegar efasta tomma moldarinnar er orðin þurr.

Sólarljós: Plantan þolir vel sólarljós en líður best í óbeinni lýsingu til þess að koma í veg fyrir bruna laufblaðanna.

Karfan þín