Blómstra | Blómaáskrift

Náttfiðrilda orkídea

Á íslensku kallast ættflokkur orkídea brönugrös og finnast villt í náttúru Íslands þótt ótrúlegt sé! Plantan sem við bjóðum upp á kemur hinsvegar upphaflega frá hitabeltislöndum og hentar því vel sem inniblóm á íslenskum heimilum.

Rætur orkídea þurfa að fá birtu á sig og þess vegna eru þær yfirleitt í gagnsæjum pottum. Glær stílhreinn glerpottur fylgir því með orkídeunum okkar til þess að tryggja heilbrigði plöntunnar.

Potturinn á myndinni fylgir með ásamt heimsendingu.

Karfan þín