Blómstra | Blómaáskrift

Kranskollur

Kranskollur er þykkblöðungur sem lítur svolítið út eins og jólatré. Plantan myndar falleg lauf sem raðast eins og rósablöð í kringum stofninn.

Mörg fiðrildi nota kranskolla til þess að koma afkvæmum sínum á legg. Þar klekst lirfan út og safnar kröftum áður en hún breytist í fiðrildi. Það er þó lítil áhætta á því að þetta gerist hér á Íslandi :)

Vökvun: Gott er að feta milliveginn með kranskolla. Þær vilja ekki of mikið vatn og ekki of lítið. Leyfið moldinni að þorna á milli vökvana. Ef loftið er þurrt þarf hún meira að drekka.

Sólarljós: Líður vel í beinu sólarljósi. Gott að koma þeim fyrir í suðurglugga til þess að tryggja sem mest sólarljós.

Heimsending er innifalin í verðinu.

Karfan þín