Blómstra | Blómaáskrift

Blóm paradísarfuglsins

Þessi hitabeltisplanta gengur einnig undir nafninu Strelitzia. Hún svipar til bananaplöntu enda er hún náinn ættingi hennar. Í fullkomnum aðstæðum blómstrar hún appelsínugulum blómum sem líkjast fuglum og dregur plantan nafnið sitt af þeim blómum. Þegar hún stækkar eiga blöðin það til að rifna og er talið að það sé til þess að minnka loftmótstöðu blaðanna og koma þannig í veg fyrir að plantan skemmist í miklum vindi.

Sólarljós: Líður vel í beinni sól en sættir sig einnig við óbeina sól.

Vökvun: Vökva á 1-2 vikna fresti og leyfa moldinni að þorna á milli vökvanna. Auka vökvun með aukinni sól.

Karfan þín